Viðskiptabann er vinaslit.

Orðið "viðskiptabann" hlýtur að merkja "bann við viðskiptum, öllum viðskiptum."

Það er því sjálfgefið að með því að lýsa yfir viðskiptabanni gagnvart Rússum eru stjórnvöld einhliða að segja "Við viljum ekki eiga viðskipti við ykkur".
Því er eðlilegast að neita að selja Rússum fisk. Verum sjálfum okkur samkvæm. Hættum að selja Rússum fisk. Gefum skít í fornvin okkar
Eða hvað?

Hvers vegna styðja Íslendingar viðskiptabann gagnvart Rússum?
Erum við að smjaðra fyrir ESB og/eða USA?
Ég spyr: Hvaða stórveldi hefur verið vingjarnlegast við okkar aumu Ísaþjóð? Eru það Bretar, Þýskaland, Kína, Japan, ESB eða BNA?
Nei!!!
Það eru Rússar.
Og ...
Hvaða stórveldi nútímans sýnir heiminum mesta frekju og yfirgang?
Hvaða þjóð átti í stríði í flestum heimsálfum jarðar alla 20. öldina, utan 18 ára frið?
Hvaða þjóð hefur átt í stríði öll ár, sem liðin eru af 21. öldinni?
Hvaða öfl eru að rústa Mið-Austurlöndum?

Að kunna að velja milli vina er erfitt. Þar reynir á skynsemi, sanngirni og trúverðugleika.


Kveðja,
kjh

 

 

 


mbl.is Milljarða samdráttur í tekjum af makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband